Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Á Suðurnesjum verði enn öflugra skólastarf
Laugardagur 1. júlí 2023 kl. 06:00

Á Suðurnesjum verði enn öflugra skólastarf

Með meira námsframboði en nú er til staðar, segir í yfirlýsingu frá öllum bæjarfulltrúum Reykjanesbæjar.

Allir bæjarfulltrúar bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna mögulegrar sameiningar Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Keilis.

Ráðherra mennta- og barnamála hefur skipað stýrihóp um eflingu framhaldsskóla sem meðal annars er að skoða hvort fýsilegt er að sameina Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Keili.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar leggur áherslu á að fjölbreytt námsval standi nemendum á Suðurnesjum til boða héðan í frá sem hingað til og að aðgerðir ríkisins megi ekki koma niður á framboði og gæðum náms. Bendir bæjarstjórn á mikilvægi þess að frekar verði að huga að því að á Suðurnesjum verði enn öflugra skólastarf með meira námsframboði en nú er til staðar.

Leggur bæjarstjórn sérstaka áherslu á þetta þar sem menntunarstig á Suðurnesjum hefur lengi verið til umræðu, þar sem svæðið er mikið vaxtarsvæði og ljóst er að mennta þarf starfsfólk á fjölbreyttum starfssviðum til að mæta þörfum vinnumarkaðarins á Suðurnesjum til framtíðar, segir í yfirlýsingunni sem þau Bjarni Páll Tryggvason (B), Díana Hilmarsdóttir (B), Friðjón Einarsson (S) Guðbergur Reynisson (D), Guðný Birna Guðmundsdóttir (S), Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (B), Helga Jóhanna Oddsdóttir (D), Margrét A. Sanders (D), Rannveig Erla Guðlaugsdóttir (U), Sverrir Bergmann Magnússon (S) og Valgerður Björk Pálsdóttir (Y) skrifa undir.