Á stolnum bíl með breytt skráningarnúmer
Á föstudag handtók Lögreglan í Keflavík ungt par á stolinni bifreið sem ekið var eftir Reykjanesbraut. Í ljós kom við nánari athugun að parið var með innanklæða tvær sprautur ásamt sprautunálum og einnig með stolið debetkort. Þá var einnig búið að skipta um skráningarnúmer á bifreiðinni sem var úr Reykjavík.Einn ökumaður var stöðvaður á 158 km á klukkustund á Garðvegi um Hvítasunnuhelgina að sögn Karls Hermannssonar aðstoðar yfirlögregluþjóns.