Á sjúkrahús í Reykjavík eftir veltu á Ströndinni
Ökumaður lítillar pallbifreiðar var fluttur á Heilbrigðisstonun Suðurnesja og síðan á Landsspítala háskólasjúkrahús með áverka á baki eftir umferðarslys á Vatnsleysuströnd í morgun. Bifreið mannsins valt á móts við Flekkuvík á Vatnsleysuströnd.Lögreglu var tilkynnt um slysið kl. 08:19 í morgun. Maðurinn var einn í bílnum, en hann var að störfum við sorphirðu á svæðinu. Ekki hafa fengist upplýsingar um það hversu alvarlega maðurinn er meiddur, né hvort bifreiðin sé ónýt.