Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Á rúmlega tvöföldum hámarkshraða innanbæjar
Laugardagur 8. desember 2012 kl. 14:34

Á rúmlega tvöföldum hámarkshraða innanbæjar

Lögreglan á Suðurnesjum hefur á undanförnum dögum kært sjö ökumenn fyrir of hraðan akstur. Flest áttu brotin sér stað á Reykjanesbraut.

Þá mældist einn ökumaður á 117 kílómetra hraða við Fitjar þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar á klukkustund.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Annar ók á tvöföldum hámarkshraða, og rúmlega það, á Aðalgötu í Keflavík, því þar er hámarkshraði 30 kílómetrar á klukkustund, en bifreið hans mældist á 61 kílómetra hraða.

Loks klippti lögregla skráningarnúmer af tveimur bifreiðum, sem báðar voru óskoðaðar og ótryggðar.