Á rúmlega tvöföldum hámarkshraða
Lögreglan á Suðurnesjum hefur sektað á sjötta tug ökumanna fyrir of hraðan akstur á síðustu dögum. Einn þeirra ók á rúmlega tvöföldum hámarkshraða, eða 101 km. á Njarðarbraut, þar sem hámarkshraði er 50 km. á klukkustund. Á Reykjanesbraut mældist sá sem hraðast ók á 146 km. hraða, þar sem hámarkshraði er 90. km. á klukkustund. Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af allmörgum bifreiðum, sem ýmist voru ótryggðar eða höfðu ekki verið færðar til skoðunar á réttum tíma.