Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Á ótryggðum bíl án vélarhlífar
Föstudagur 5. september 2014 kl. 09:57

Á ótryggðum bíl án vélarhlífar

Það má segja að ökumaður, sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af í vikunni, hafi verið með flest, sem hægt var að hafa, í ólagi. Bifreiðin sem hann ók var án vélarhlífar. Þar með braut hann reglugerð um gerð og búnað ökutækja. Þá vantaði skráningarnúmer á bifreiðina. Hún var að auki ótryggð. Þegar ökumaður var svo beðinn um ökuskírteini kvaðst hann ekki hafa það meðferðis.

Þá kærði lögregla þrettán ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 132 km. hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund. Einnig voru höfð afskipti af ökumönnum sem lagt höfðu bifreiðum sínum ólöglega.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024