Á óskráðu og ótryggðu hjóli
Lögreglan í Keflavík stöðvaði í gær ökumann á fjórhjóli. Í ljós kom að faratækið reyndist óskráð og ótryggt. Þá voru tveir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur, annar á Garðvegi á 111 km hraða, þar sem hámarkshraði er 90 og hinn var tekinn innanbæjar í Keflavík á á 72 km þar sem hámarkshraði er 50.
Einn ökumaður var stöðvaður á Reykjanesbraut í gærnótt, grunaður um ölvunarakstur.
Einn ökumaður var stöðvaður á Reykjanesbraut í gærnótt, grunaður um ölvunarakstur.