Krambúðinn 4-7 sept
Krambúðinn 4-7 sept

Fréttir

Á mótorhjóli á 206 km hraða
Laugardagur 5. júlí 2014 kl. 17:00

Á mótorhjóli á 206 km hraða

Bifhjóli var nýverið ekið á ofsahraða fram úr lögreglubifreið lögreglunnar á Suðurnesjum, þar sem hún var á ferð eftir Reykjanesbraut.  Lögreglumenn gáfu ökumanni þegar merki um að stöðva aksturinn en hann sinnti því ekki. Var þá hafin eftirför og mældist hraði lögreglubifreiðarinnar mest 206 km. á klukkustund. Dró þó heldur sundur með hjólinu og bifreiðinni. Síðast sást það til ökuþórsins að hann ók upp á Strandarheiði og hvarf þar með sjónum lögreglu. Var  hafin leit að honum og skömmu síðast sást hvar hann ók á eðlilegum hraða austur Reykjanesbraut. Hann var færður á lögreglustöð, þar sem hann viðurkenndi sök.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25