Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

A-listinn vill endurskoðun á hagnýtingarsamningi
Þriðjudagur 1. september 2009 kl. 08:18

A-listinn vill endurskoðun á hagnýtingarsamningi


A-listinn í bæjarstjórn Reykjanesbæjar mun á bæjarstjórnarfundi í dag leggja fram tillögu um endurskoðun á hagnýtingarsamningi milli Reykjanesbæjar og HS Orku.
 
Í tilkynningu frá A-listanum segir að fulltrúar hans hafi haft athugasemdir við málið frá byrjun og nú hafi komið í ljós að verulegur stuðningur er meðal þjóðarinnar við þá gagnrýni sem komið hafi fram um fjölmörg efnisatriði auðlindasamningsins. Hann sé ekki Reykjanesbæ í hag sem eiganda auðlindanna, eins og A-listinn hafi ítrekað bent á.
 
„Bæjarfulltrúar A-listans telja rétt að strax verði látið á það reyna hvort möguleiki sé til breytinga á hagnýtingarsamningnum. Það myndi skapa víðtækari samstöðu í málinu, samfélaginu í Reykjanesbæ til hagsbóta og skapa frekari starfsfrið um starfsemi HS-Orku til skemmri og lengri tíma,“ segir í tilkynningu A-listans
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024