Á HSS eftir árekstur
Árekstur þriggja bifreiða varð á mótum Hringbrautar og Vesturgötu í Keflavík um kl. 21:30 í gærkvöldi. Sex manns voru flutt á sjúkrahúsið til skoðunnar og tvær bifreiðanna voru fluttar á brott með dráttarbifreið.
Á næturvaktinni var einn ökumaður stöðvaður fyrir að aka á 153 km hraða þar sem leyfilegur hraði er 90 km.