Þriðjudagur 1. júní 2010 kl. 08:23
Á hraðferð í flug
Lögreglan á Suðurnesjum tók fjóra ökumenn fyrir hraðakstur á Reykjanesbrautinni í nótt. Óku þeir á 112-140 km hraða. Að sögn lögreglu voru tveir ökumannanna á leið í flug í morgun en talsvert er um að flugfarþegar aki greitt á Reykjanesbrautinni. Mbl.is greinir frá þessu.