Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Á flótta undan konu og vildi í steininn
Föstudagur 24. ágúst 2012 kl. 18:45

Á flótta undan konu og vildi í steininn

Mál sem koma inn á borð lögreglunnar geta oft verið af ýmsum toga. Í gærkvöldi kom maður hlaupandi inn á lögreglustöðina í Keflavík og óskaði eftir því að vera læstur inni í fangaklefa.

Skömmu síðar kom kona á stöðina sem greinilega þekkti manninn og fóru þau að ræða saman í afgreiðslu lögreglustöðvarinnar.

Í viðræðum lögreglumanna við fólkið þá kom í ljós að konan sagði þau vera gift en maðurinn vildi ekkert kannast við það og sagðist hann vera að flýja konuna og vildi hann því að við myndum læsa hann í fangaklefa yfir nóttina til að hann fengi frið frá henni.

„Ekki vorum við á því og reyndum að leysa úr þessu verkefni, eins og öllum sem inn á okkar borð koma. Úr varð að konan og maðurinn yfirgáfu lögreglustöðina í sameiningu og ekkert frekar heyrðist af þeim um nóttina,“ segir lögreglan á Suðurnesjum á fésbókarsíðu sinni nú undir kvöld.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024