Á flæðiskeri staddir
Það er greinilegt að þessir eru ekki kunnugir staðháttum. Skútan le Volta stendur í Keflavíkurhöfn og danglar á landfestum. Ekki voru skipsverjar við þegar Víkurfréttir áttu leið hjá enda ekki víst að kjölurinn þoli þyngd þeirra líka. Skipsverjarnir verða ekki lausir úr prísundinni fyrr en um kvöldmatarleyti þó byrjað sé að flæða að.
VF-mynd/Margrét