Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Á fimmta hundrað íbúðir í söluferli
Föstudagur 18. september 2015 kl. 07:19

Á fimmta hundrað íbúðir í söluferli

Um 40% íbúða Íbúðalánasjóðs eða leigufélags á Suðurnesjum

Um 40% íbúða Íbúðalánasjóðs eða Leigufélagsins Kletts sem er í eigu sjóðsins, voru á Suðurnesjum um síðustu áramót. Á Suðurnesjum voru það 781 íbúð, 418 voru í sölumeðferð og 347 í leigu. Sextán aðrar voru í undirbúningi fyrir sölu eða leigu. Þetta kemur fram í svari Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra vegna fyrirspurnar Steinunnar Þ. Árnadóttur á Alþingi.

Næsta stærsta svæðið hvað varðar fjölda íbúða í eigu sjóðsins eða leigufélags hans var höfuðborgarsvæðið, 341 eign sem er rúmlega helmingi lægri tala en á Suðurnesjum.

Alls voru 450 eignir færðar frá Íbúðalánasjóði yfir í leigufélagið Klett, dótturfélag hans. Á Suðurnesjum eru 75 íbúðir hans í útleigu en flestar eru í leigu á höfuðborgarsvæðinu eða 157. Þriðja stærsta svæðið með íbúðir Kletts er Suðurland en þar eru 67 íbúðir í útleigu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024