Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Á bifhjólum á skólalóðinni
Mánudagur 7. september 2009 kl. 08:43

Á bifhjólum á skólalóðinni


Akstur ungmenna á léttum bifhjólum er mörgum áhyggjuefni í Grindavík.  Dæmi eru um að þau komi á slíkum farkostum í skólann og aki þeim á skólalóðinni með tilheyrandi slysahættu.  Forvarnarteymi Grindavíkurbæjar mun á næstunni senda frá sér bréf til foreldra og forráðamanna unglinga í Grindavík vegna þessa máls.


Í bréfinu segir að frá því í vor hafi orðið umtalsverð fjölgun á bifhjólaeign grindvískra ungmenna, sérstaklega á svokölluðum léttum bifhjólum. Nú í upphafi skólaárs sé áberandi að ungmenni komi á þessum hjólum í skólann og jafnvel aki á þeim á skólalóðinni. Forvarnarteymið telur þetta algjörlega óásættanlegt því þessu fylgi mikil slysahætta.
Þá sé áberandi að nokkur ungmenni aki þessum hjólum hjálmlaus og jafnvel með farþega, einnig hjálmlausa. Í sumum tilvikum hafi ungmennin ekki tilskilin leyfi til að aka þessum bifhjólum og dæmi séu um óskráð hjól.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Frá þessu er greint á www.grindavik.is