Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Á annan tug slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli sagt upp um mánaðarmót
Þriðjudagur 22. febrúar 2005 kl. 12:17

Á annan tug slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli sagt upp um mánaðarmót

Á annan tug slökkviliðsmanna úr slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli verður sagt upp störfum um næstu mánaðarmót. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta verður slökkviliðsmönnum á hverri vakt fækkað úr átján í fimmtán.
Í október síðastliðnum var 18 slökkviliðsmönnum í slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli sagt upp störfum. Áður en til uppsagnanna í október kom störfuðu um 100 slökkviliðsmenn í slökkviliðinu.
Sigurður Arason nýskipaður slökkviliðsstjóri slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli vildi ekkert tjá sig um málið þegar Víkurfréttir leituðu til hans.

Mynd: Körfubíll frá Slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli á brunastað í Grindavík þar sem fiskimjölsverksmiðja Samherja brann fyrir stuttu. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024