Á annan tug erlendra flugvéla bíða átekta í Keflavík
Á annan tug erlendra farþega- og flutningaflugvéla eru nú á flugvélastæðum á Keflavíkurflugvelli og bíða átekta að komast til áfangastaða sinna í Evrópu.
Flugvélastæðin á austursvæði Keflavíkurflugvallar eru þétt skipuð. Þar eru m.a. fjórar þotur frá Skyservice og einnig vélar frá mörgum öðrum flugfélögum.
Samkvæmt upplýsingum Víkurfrétta var ekki mikið af farþegum með þessum vélum.
Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson