Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Á 157 km hraða án ökuréttinda
Nokkrir ökumenn til viðbótar voru kærðir fyrir of hraðan akstur um helgina. Mynd úr safni Víkurfrétta.
Mánudagur 3. apríl 2017 kl. 11:32

Á 157 km hraða án ökuréttinda

- Ökumaðurinn hafði aldrei tekið bílpróf

Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum kærði fyrir of hraðan akstur um helgina hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Bíll hans mældist á 157 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Þetta var í annað sinn sem hann var stöðvaður við akstur án ökuréttinda.

Nokkrir ökumenn til viðbótar voru kærðir fyrir of hraðan akstur um helgina. Lögregla hafði afskipti af ökumönnum sem höfðu gerst brotlegir í umferðinni, meðal annars með því að virða ekki stöðvunarskyldu, tala í farsíma án handfrjáls búnaðar og aka án þess að hafa öryggisbelti spennt. Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af nokkrum bílum því ekki hafði verið farið með þá í skoðun eða þeir ekki tryggðir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024