Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Á 147 km hraða á brautinni
Föstudagur 19. maí 2017 kl. 10:45

Á 147 km hraða á brautinni

Allmargir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Sá sem hraðast ók mældist á 147 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Brotið er honum dýrkeypt því hans bíður 130.000 króna sekt, svipting ökuleyfis í einn mánuð og þrír refsipunktar í ökuferilsskrá.

Þá voru nokkrir ökumenn staðnir að því að virða ekki gangbrautarrétt, tala í síma án handfrjáls búnaðar eða aka án þess að spenna öryggisbelti. Einn ók sviptur ökuréttindum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024