Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Á 146 kílómetra hraða
Miðvikudagur 27. júní 2012 kl. 09:22

Á 146 kílómetra hraða

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipi af nokkrum ökumönnum um og eftir helgina, sem brutu umferðarlög með einum eða öðrum hætti. Sex voru staðnir að hraðakstri og mældist sá sem þyngstan hafði bensínfótinn, karlmaður á þrítugsaldri, á 146 kílómetra hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Annar ökumaður ók bíl á nagladekkjum í sumarblíðunni og fjórir ökumenn voru ekki með öryggisbelti spennt. Sex ökumenn virtu ekki stöðvunarskyldu.