Þriðjudagur 4. febrúar 2003 kl. 08:54
Á 125 km hraða á brautinni
Lögreglan í Keflavík stöðvaði ökumann á 125 km hraða á Reykjanesbrautinni í nótt, en þar er hámarkshraði 90 km. Þá voru þrír stöðvaðir fyrir of hraðan akstur á Hafnarfjarðarvegi í nótt. Þeir mældust á rúmlega 100 km hraða þar sem hámarkshraði er 70 km á klukkustund.