99 eignir seldust á Suðurnesjum í október - meðalverðið 37,3 millj.

Á Reykjanesi var 99 samningum þinglýst í októbermánuði. Þar af voru 50 samningar um eignir í fjölbýli, 45 samningar um eignir í sérbýli og 4 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 3.657 milljónir króna og meðalupphæð á samning 36,9 milljónir króna. 

Af þessum 99 voru 87 samningar um eignir í Reykjanesbæ. Þar af voru 49 samningar um eignir í fjölbýli, 36 samningar um eignir í sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 3.243 milljónir króna og meðalupphæð á samning 37,3 milljónir króna.