911
Ratsjárstöð Varnarliðsins í Rockville á Miðnesheiði hefur verið lokað. Mannvirki á svæðinu standa auð. Tækja- og húsbúnaður hefur verið fjarlægður en húsakostur bíður örlaga sinna - sem eru óráðin.RéttnefniVarnarliðið reisti fjórar ratstjárstöðvar til eftirlits með flugumferð og til loftvarna hér á landi á sjötta áratugnum. Fyrstu ratsjárstöðinni var valinn staður í heiðinni ofan við Sandgerði og nefnd Rockville, sem þótti réttnefni í hrjóstrugum berangrinum á þessum stað.1953-1997Byggingar stöðvarinnar voru reistar af verktakafyrirtækinu Sameinuðum verktökum og var hún tekin í noktun í lok októbermánaðar 1953. Hinar þrjár stöðvarnar risu síðan á Heiðarfjalli á Langanesi, Stokksnesi við Hornafjörð og á Straumnesfjalli.Tækni þess tíma leyfði ekki sjálfvirka tengingu stöðvanna og því dvöldu rúmlega 100 liðsmenn bandaríska flughersins á hverjum stað og önnuðust eftirlit með umferð flugvéla og stýrðu orustuþotum varnarliðsins í veg fyrir óþekktar flugvélar til könnunar hver á sínu svæði.Stöðvum lokaðLiðsmenn 932. loftvarnasveitar bandaríska flughersins starfræktu ratsjárstöðina í Rockville frá upphafi og samræmdu auk þess aðgerðir ratsjárkerfisins í heild. Starfsmenn þar voru því ívið fleiri en á hinum stöðvunum og bjuggu þeir í íbúðaskálum á staðnum og á Keflavíkurflugvelli.Tveimur ratsjárstöðvanna var lokað haustið 1960. Það voru stöðvarnar á Stokksnesi og Straumnesfjalli. Ástæðan var mikill kostnaður og erfileikar við reksturinn, enda engar sovéskar flugvélar farnar að fljúga í námunda við landið. Þessi stað var ratsjárbúnaður stöðvanna í Rockwille og á Heiðarfjalli endurbættur. Starfrækslu stöðvarinnar á Heiðarfjalli var hætt í janúar árið eftir er búnaður hennar skemmdist í óveðri. Var sú starfsemi umsvifalaust flutt að Stokksnesi, þar sem rekin hefur verið ratsjárstöð síðan.Í veg fyrir SovétLangdrægar ratsjárflugvélar bandaríska flotans og síðar flughersins, með aðstetur á Keflavíkurflugvelli, önnuðust ratsjáreftirlit úr lofti umhverfis landið um langt árabil. Reglubundið flug af þessu tagi hófst árið 1961 eða skömmu eftir að ratsjárstöðvunum á norðanverðu landinu var lokað og skömmu áður en langdrægar sprengju- og könnunarflugvélar Sovétríkjanna hófu að leggja leið sína út á Atlantshafið. Flugvélar þessar gerðu ekki boð á undan sér líkt og flugvélar í reglubundnu millilandaflugi og jókst umferð þeirra stöðugt næsta aldarfjórðunginn og náði hámarki um miðjan níunda áratuginn.Endurnýjun búnaðarÁrið 1981 tóku Atlantshafsbandagið og bandaríski flugherinn, sem rak ratsjárstöðvar Varnarliðsins, höndum saman um að endurbæta loftvarnakerfið á Íslandi og tók ný stjórnstöð loftvarna til starfa í Rockville árið 1988. Annað skrefið í endurnýjun loftvarnakerfisins var síðan stigið með smíði fjögurra nýrra ratsjárstöðva og ratsjármiðstöðvar á Keflavíkurflugvelli. Ratsjármiðstöðin tók að fullu til starfa 2. október 1997 og var þá starfsemi í Rockville hætt. Það skal þó tekið fram að starfsemi fjarskiptamiðstöðvar norðan við núverandi húsakost Rockville verður áfarm starfrækt.Hvað verður um Rockville?Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvað verður um húsakost þann sem áður hýsti liðsmenn 932. loftvarnasveitar Bandaríkjahers.Nokkrir aðilar hafa sýnt svæðinu áhuga. Stírðsminjasafn hefur verið nefnt, meðferðarstofnun eða jafnvel fangelsi. Það er þó ljóst að það mun kosta miklafjármuni að endurnýja húsakost á svæðinu. T.a.m. þarf að skipta um allar raflagnir, þar sem 110 volta straumur er á svæðinu.Einnig hafa verið nefndar aðrar lausnir á því hvernig nýta megi svæðið án þess að það þurfi að kosta miklu til. Þarna er kjörinn vettvangur fyrir lögreglu, slökkvilið og björgunarfólk að hafa æfingaaðstöðu og einnig hefur heyrst af aðila sem vilji setja þarna upp stríðsleikjagarð.Endalokin verða þó örugglega þau að þarna verður haldin heræfing með það að markmiði að fjarlægja öll mannvirki af svæðinu svo eftir standi hrjóstrugur berangurinn.