Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

900 þátttakendur á landsmóti harmonikuunnenda
Laugardagur 5. júlí 2008 kl. 11:03

900 þátttakendur á landsmóti harmonikuunnenda

Í Reykjanesbæ eru 900 þátttakendur á landsmóti harmonikuunnenda. Íbúar Reykjanesbæjar máttu heyra hamonikuóminn um allan bæ í góðvirinu í gær.

Dagskráin i dag byrjar kl.13.00 með tónleikum Félags harmonikuunnenda í Reykjavík, síðan spilar hvert félagið á eftir öðru fram eftir degi.
Heiðursgestir mótsins þeir Alf Kristen Hågenland og Jan Hågenlad verða með tónleika kl.18.00.
Landsmótið var sett sl. fimmtudag og lýkur formlega á miðnætti í kvöld.
Stórdansleikur hefst kl. 22.00 í íþróttahúsinu við Sunnubraut og stendur til 03.00 í nótt. Ýmsir tónlistarmenn leika fyrir dansi.

Myndar af landsmótinu birtast á ljósmyndavef VF.

Mynd: Þórólfur Árnason og félagar í Félagi harmonikuunnenda á Suðurnesjum.
Úr safni Víkurfrétta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024