Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

900 manns horfðu til himins á Garðskaga
Föstudagur 30. janúar 2015 kl. 08:16

900 manns horfðu til himins á Garðskaga

Um 900 manns horfðu á norðurljósin dansa um himinhvolfið á Garðskaga á þriðjudagskvöld. Tuttugu rútur frá ferðaþjónustufyrirtækjum fylltu öll bílastæði á Garðskaga og fólkið stóð í hópum við vitana og á túnum og virti fyrir sér ljósadýrðina.

Hægt er að fylgjast með spá um norðurljós á vef Veðurstofu Íslands og í kvöld, föstudagskvöld, en gert er ráð fyrir talsverðri virkni norðurljósa yfir Suðurnesjum og léttskýjuðu. Það má því áfram eiga von á örtröð norðurljósaskoðara á Garðskaga og víðar á svæðinu.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024