Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

90 þúsund tonna álver í gang árið 2014
Sunnudagur 25. september 2011 kl. 14:27

90 þúsund tonna álver í gang árið 2014


Í gær ræddi Samfylkingarfólk í Reykjanesbæ um atvinnu- og efnahagsmál á Suðurnesjunum og var mönnum sérstaklega hugleikið tíðrætt álver sem rísa á í Helguvík. Sérstakur gestur fundarins var Kristján L. Möller, formaður iðnaðarnefndar Alþingis, en hann fór m.a. annars yfir rammaáætlun um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða og þá Reykjanesið sérstaklega. Viðstaddir voru þingmenn Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi þau Björgvin G. Sigurðsson, Oddný Harðardóttir og Róbert Marshall þau fóru yfir stöðuna og verkefnin framundan og svöruðu spurningum fundarmanna.

Oddný fór sérstaklega yfir menntamál á Suðurnesjum en Suðurnesjamenn eru gjarnari til að flosna upp úr námi en aðrir landsmenn og er það mál sem nánar þyrfti að skoða. Fundarmenn voru á ýmsum skoðunum og komu mörg skemmtileg innlegg úr salnum. Þótt álverið hafi verið efst í huga flestra þá voru rædd mál eins og hvort hugsanlega mætti ekki hugsa út fyrir rammann og virkja annarskonar orku á svæðinu og fólk hafði einnig miklar áhyggjur af atvinnuleysinu á Suðurnesjum.

Kristján L. Möller svaraði svo spurningum úr sal í lokin og en fólk vildi fá að vita hvenær Álverið myndi verða tekið í gagnið. Kristján leit þá á úr sitt og sagði að vanalega svaraði hann svona spurningum með því að segja september og salurinn skellti uppúr. Hins vegar teldi hann raunhæft að svo myndi verða í september árið 2014, þá væri líklegt að 90 þúsund tonna álver væri komið í gang í Helguvík. Hann bætti því svo við að einu og hálfu ári síðar væri starfsemin svo að öllum líkindum komin í 180 þúsund tonnin. Þó telur Kristján að enn séu nokkur ljón í veginum og mikið muni velta á gerðadómi sem kveðinn verði upp núna í október.







Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024