Public deli
Public deli

Fréttir

90 björgunarsveitarmenn við leit í Reykjanesbæ að kvöldi jóladags
Þessi hópur frá Björgunarsveitinni Ægi í Garði tók þátt í leitinni að kvöldi jóladags.
Miðvikudagur 27. desember 2017 kl. 07:54

90 björgunarsveitarmenn við leit í Reykjanesbæ að kvöldi jóladags

Sigvaldi Arnar Lárusson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, hrósar björgunarsveitunum í pistli sem hann skrifar á fésbókina um jólin. Lögreglan fékk að kvöldi jóladags tilkynningu um aðila sem var týndur í Reykjanesbæ en ljóst var að það þurfti að finna manninn fljótt. Úti var kalt, -4 gráður, auk vindkælingar. 
 
„Við lögreglumenn á vaktinni fórum út að leita en miðað við hversu stórt leitarsvæðið var áttuðum við okkur á því að við þyrftum aðstoð við leitina. Klukkan 21:18 á jóldagskvöldi höfðum við samband við svæðisstjórn Björgunarsveitarinnar Suðurnes og óskuðum eftir því að þeir kæmu á lögreglustöðina og að við myndum í sameiningu fara yfir málið. 
 
Í framhaldinu var ákveðið, þar sem um var að ræða alvarlegt atvik, þá var sett á alsherjarútkall á allar björgunarsveitir á Suðurnesjum, einnig var leitað til sveita á svæði 1 sem er höfuðborgarsvæðið. Klukkan 21:34 (16 mín síðar) voru fyrstu sveitir farnar út að leita. 
 
Á jóladagskvöldi þegar allir vilja vera heima hjá fjölskyldum sínum voru mættir til leitar 90 björgunarsveitarmenn frá öllum sveitum á Suðurnesjum, sjálfboðaliðar, sem skiptust í gönguhópa, fjórhjólamenn, bílaflokka og 2 bátaflokkar voru klárir ásamt sporhundum frá Reykjavík og dróni frá sérsveitinni og menn þaðan. Aðilinn fannst heill á húfi og var hlúð að honum. 
 
Það er ekki spurning í mínum huga að það að hafa aðgang að þessum snillingum hjá björgunarsveitunum er algerlega ómetanlegt og vill ég með þessu þakka öllum þeim sem komu og aðstoðuðu okkur við leitina fyrir óeigingjarnt starf.
 
Það er aldrei spurning hvar ég kaupi mína flugelda,“ skrifar Sigvaldi Arnar lögregluvarðstjóri í pistlinum.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024