90 ára vígsluafmæli Keflavíkurkirkju
Þann 14.febrúar s.l. voru 90 ár liðin frá því að Keflavíkurkirkja var vígð. Í tilefni þess verður hátíðarguðsþjónusta í Keflavíkurkirkju sunnudaginn 20.febrúar kl.14.00. Sr. Ólafur Skúlason, biskup, predikar og sr. Björn Jónssons, fyrrum prófastur og sóknarprestur í Keflavík, þjónar fyrir altari. Barnakór og Kór Keflavíkurkirkju syngja við athöfnina, Bylgja Dís Gunnarsdóttir syngur einsöng.
Eftir guðsþjónustu verður kaffisamsæti í Kirkjulundi í boði sóknarnefndar. Þess er vænst að fólk komi til kirkju og samgleðjist í tilefni afmælisins.
Í tegslum við afmælið er opin sýning á verkum Kristínar Gunnlaugsdóttur í Duushúsum, einnig eru fjögur verk hennar sýnd í Kirkjulundi. Sýningin verður opin til 6. mars. Ég vil hvetja bæjarbúa til að skoða þessi fallegu listaverk.
Einnig hefur verið ákveðið að gera DVD disk um sögu og störf Keflavíkurkikju í 90 ár og á því verki að vera lokið 17.júní n.k.
Með tilkomu nýja safnaðarheimilisins hefur allt safnaðarstarf stór aukist. Hægt er að fara inn á vef kirkjunnar og sjá þar dagskrá safnaðarstarfsins. Einnig er þar að finna ýmsar góðar fræðigreinar. Slóðin er www.keflavikurkirkja.is
Frá upphafi hafa Keflvíkingar ávallt verið stórhuga og rausnarlegir í gjöfum til kirkjunnar sinnar. Bera fagrir munir í eigu kirkjunnar þess vitni. Það ber að þakka.
Endurbóta er þörf á kirkjunni og verður farið í það verkefni á næstu árum.
Ágæti lesandi!
Ég vil hvetja þig til að koma í kirkju. Þangað er bara gott að sækja, jafnt í gleði og sorg. Hvílast frá amstri dagsins, hlusta á góða predikun, fallegan söng og syngja með.
Að fara í kirkju er að gera “GOTT BETRA”
“Jafnvel ríkasti maður heims er fátækur vanti kærleikann í líf hans”
Lifið heil.
Anna Jónsdóttir
formaður Keflavíkursóknar
Eftir guðsþjónustu verður kaffisamsæti í Kirkjulundi í boði sóknarnefndar. Þess er vænst að fólk komi til kirkju og samgleðjist í tilefni afmælisins.
Í tegslum við afmælið er opin sýning á verkum Kristínar Gunnlaugsdóttur í Duushúsum, einnig eru fjögur verk hennar sýnd í Kirkjulundi. Sýningin verður opin til 6. mars. Ég vil hvetja bæjarbúa til að skoða þessi fallegu listaverk.
Einnig hefur verið ákveðið að gera DVD disk um sögu og störf Keflavíkurkikju í 90 ár og á því verki að vera lokið 17.júní n.k.
Með tilkomu nýja safnaðarheimilisins hefur allt safnaðarstarf stór aukist. Hægt er að fara inn á vef kirkjunnar og sjá þar dagskrá safnaðarstarfsins. Einnig er þar að finna ýmsar góðar fræðigreinar. Slóðin er www.keflavikurkirkja.is
Frá upphafi hafa Keflvíkingar ávallt verið stórhuga og rausnarlegir í gjöfum til kirkjunnar sinnar. Bera fagrir munir í eigu kirkjunnar þess vitni. Það ber að þakka.
Endurbóta er þörf á kirkjunni og verður farið í það verkefni á næstu árum.
Ágæti lesandi!
Ég vil hvetja þig til að koma í kirkju. Þangað er bara gott að sækja, jafnt í gleði og sorg. Hvílast frá amstri dagsins, hlusta á góða predikun, fallegan söng og syngja með.
Að fara í kirkju er að gera “GOTT BETRA”
“Jafnvel ríkasti maður heims er fátækur vanti kærleikann í líf hans”
Lifið heil.
Anna Jónsdóttir
formaður Keflavíkursóknar