9 rúður brotnar í Festi
Mikill rúðubrotafaraldur hefur verið í Grindavík að undanförnu. Í gærnótt voru 19 rúður brotnar í Festi en þetta er í annað sinn á skömmum sem þetta gerist og í þriðja sinn frá því í haust.
Lögreglu var tilkynnt kl. 01.30 um nóttina að það sæist til manns með kylfu brjóta rúðurnar. Skemmdarvargurinn náðist ekki en lögreglan rannsakar málið og þiggur allar upplýsingar um mannaferðir á þessum tíma. Búið er að loka Festi fyrir fullt og allt og negla fyrir flesta glugga á austurhlið.
Þá voru hátt í 20 rúður brotnar í Grunnskóla Grindavíkur fyrir skömmu og er málið einnig til rannsóknar.
Myndin að ofan sýnir hvernig umhorfs var í Festi eftir rúðubrot þar fyrr í haust.
Frá þessu er greint á www.grindavik.is