9,5% kvótans í Grindavík
Fiskistofa hefur nú úthlutað kvóta fyrir næsta fiskveiðiár sem hófst í dag. Úthlutað er 318.544 tonnum í þorskígildum sem er 19.000 þorskígildum meira en síðasta fiskveiðiári. Mest af kvótanum fer til Reykjavíkur en skip sem hafa heimahöfn í höfuðborginni fá úthlutað samtals 14,2% af heildarkvóta. Þar á eftir koma Vestamannaeyjar og þvínæst Grindavík, með 10,6% og 9,5%, af heildaraflamarki.
Þessar þrjár heimahafnir skera sig úr.
Úthlutað aflamark eftir heimahöfnum á Suðurnesjum er eftirfarandi:
Grindavík 9,5%
Garður 2,8%
Sandgerði 0,4%
Keflavík 1,0%
Njarðvík 0%
Vogar 0,8%
Samtals eru því 14,5% kvótans á Suðurnesjum.