Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

89% ánægðir með viðmót lækna á HSS
Mánudagur 18. nóvember 2013 kl. 09:39

89% ánægðir með viðmót lækna á HSS

Alls fannst 89% viðmót lækna mjög gott eða frekar gott í viðhorfskönnun sem gerð var á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja dagana 22. til 28. apríl sl. Voru allir sem komu í móttöku HSS beðnir um að fylla út spurningalistann. Starfsmaður var á staðnum, sem aðstoðaði þátttakendur og hélt utan um könnunina. 472 einstaklingar svöruðu könnuninni.

Helstu niðurstöður þessarar könnunar voru eftirfarandi:
Í það heila voru þátttakendur í könnuninni mjög jákvæðir í garð starfsfólks HSS og þjónustunnar. 89% fannst viðmót lækna mjög gott eða frekar gott. Rúmum 93% fannst viðmót hjúkrunarfræðinga/ljósmæðra mjög gott eða frekar gott. Tæpum 83% fannst viðmót móttökuritara mjög gott eða frekar gott. Tæp 73% fengu afgreiðslu á síðdegisvaktinni innan klukkustundar frá komu. Þrátt fyrir að margir nefndu langan biðtíma fannst rúmum helmingi biðtíminn á kvöldvaktinni hæfilegur og tæp 70% voru sátt við biðtímann frá pöntun og þar til tími fékkst á dagvinnutímabili (mjög stuttur, stuttur, hvorki stuttur né langur). Rúm 96% töldu sig fá úrlausn að hluta eða að fullu.

Á vef Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja segir að stofnunin hafi brugðist við könnuninni á eftirfarandi hátt:
Þó að þessar niðurstöður séu mjög jákvæðar eru stjórnendur og starfsmenn HSS staðráðnir í að gera betur og skoðaðir verða möguleikar á að stytta biðtíma og fjölga læknum eftir því sem fjármagn leyfir, þrátt fyrir að læknaskortur sé í landinu. Byrjað er að endurnýja salernisaðstöðu fyrir viðskiptavini gegnt móttöku. Búið er að setja upp hurð við næturinngang sjúklinga, þannig að enginn þurfi að híma úti meðan beðið er afgreiðslu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024