88 kaupsamningar í mars á Suðurnesjum
Meðalupphæð á kaupsamningum á Suðurnesjum í marsmánuði voru 38 milljónir króna en alls var 88 samningum þinglýst. Heildarveltan var 3.361 millj. kr.
Af þessum 88 voru 70 samningar um eignir í Reykjanesbæ. Þar af voru 40 samningar um eignir í fjölbýli, 24 samningar um eignir í sérbýli og 6 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 2.690 milljónir króna og meðalupphæð á samning 38,4 milljónir króna.
Til samanburðar var 95 samningum þinglýst á Suðurlandi, 49 á Vesturlandi, 12 á Vestfjörðum, 22 á Austurlandi og 94 á Norðurlandi í mars 2019.