88 húsið hlýtur styrk úr Forvarnarsjóði
Lýðheilsustöð úthlutaði 88 húsinu 200.000 krónur úr Forvarnasjóði á dögunum en hann er skilgreindur í lögum um gjald af áfengi. Hlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á sviði áfengis- og vímuvarna í samræmi við stefnu og forgangsröðun ríkisstjórnarinnar í áfengis- og vímuvörnum hverju sinni. Lýðheilsustöð sér um úthlutunina í umboði heilbrigðisráðherra að fenginni umsögn sérfræðiráðs áfengis- og vímuvarna.
88 húsið ætlar að nota styrkinn til að setja á legg verkefni sem ber vinnuheitið Frumkvöðlar. Verkefnið verður sett á stað í haust.
Þá hefur verið ákveðið að 88 húsið verður opið í júní til reynslu öll kvöld frá klukkan 20:00 til 23:30.
88 húsið ætlar að nota styrkinn til að setja á legg verkefni sem ber vinnuheitið Frumkvöðlar. Verkefnið verður sett á stað í haust.
Þá hefur verið ákveðið að 88 húsið verður opið í júní til reynslu öll kvöld frá klukkan 20:00 til 23:30.