88 Húsið gefur út fréttabréf
Húsfréttir er heiti á nýju fréttabréfi 88 Hússins sem ætlað er að koma menningar- og félagsmiðstöðinni á framfæri hjá ungu fólki á aldrinum 16 - 24 ára.
Fréttabréfið er gefið út í 150 eintökum og verður því m.a. dreift í verslanir, kaffihús, bókasafn og Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Í fréttabréfinu er m.a. fjallað um meistaramót í Lúdó, Jenga-æði, umferðaröryggisdag, kjallararokk og listsýningar. Jafnframt er minnt á nýjan vef Hússins: 88.is og opnunartíma auk þess sem nemum er bent á góða aðstöðu til lesturs á kaffistofu Hússins.
Frétt tekin af vef Reykjanesbæjar.
VF-mynd/ Jón Björn Ólafsson