Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

83% lesa Víkurfréttir
Fimmtudagur 5. desember 2013 kl. 08:45

83% lesa Víkurfréttir

Mikill lestur er á miðlum Víkurfrétta en 83% aðspurðra, í könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, á Suðurnesjum sagðist hafa lesið Víkurfréttir eða vf.is. Könnun Félagsvísindastofnunar fór fram í nóvember og var úrtakið 682 manns, 18 ára og eldri á Reykjanesi.

„Samkeppni í fjölmiðlun er mjög mikil á Íslandi og inn í hana hafa komið vinsælir samfélagsmiðlar á síðustu árum. Þess vegna er gaman að sjá hvað við höldum sterkri stöðu í samfélaginu á Suðurnesjum. Það hafa engir aðrir miðlar viðlíka aðsókn eða lestur á Suðurnesjum,“ segir Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta.

Nánar má lesa um þessa könnun í Víkurfréttum sem koma út í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024