Byko - 31 ágúst
Byko - 31 ágúst

Fréttir

800.000 kr. frá Bláa lóninu til Krabbmeinsfélagsins
Miðvikudagur 30. desember 2015 kl. 15:05

800.000 kr. frá Bláa lóninu til Krabbmeinsfélagsins

Nýlega afhenti Bláa Lónið Krabbameinsfélaginu styrk að upphæð krónur 800.000. Í tilefni af Bleikum október rann 20% af söluandvirði 24h Serum Bláa Lónsins til árveknisátaksins. Varan var sérpökkuð í bleikar umbúðir og seld í verslunum Bláa Lónsins hér heima og einnig í gegnum netverslun fyrirtækisins.

Á myndinni eru: Sigurlaug Gissurardóttir, ​markaðs- og fjáröflunarfulltrúi Karbbameinsfélagsins, Grímur Sæmundsen, læknir og forstjóri Bláa Lónsins, Ragheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins, Magnea Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Bláa Lónsins og Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir markaðsstjóri Krabbameinsfélagsins.


 

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25