Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

80 síðna Víkurfréttir þessa vikuna
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
miðvikudaginn 29. apríl 2020 kl. 17:27

80 síðna Víkurfréttir þessa vikuna

Það eru hvorki fleiri né færri en 80 safaríkar síður þessa vikuna í Víkurfréttum.

Í þessu tölublaði er púlsinn tekinn á Suðurnesjafólki sem er búsett víðs vegar um heiminn:

Elva Sif Grétarsdóttir býr á Spáni ásamt fjölskyldu sinni hálft árið. Hún lýsir hvernig bærinn sem hún býr í breyttist í draugabæ á einni nóttu.
„Ég á aldrei eftir að smakka djúpsteikt nautaeistu,“ segir Jón Þór Karlsson sem er búsettur í Oklahoma.
Kristín Bára Haraldsdóttir upplifir ævintýri í litlu þorpi í Kambódíu þar sem hún býr ásamt kærasta sínum.
Í kjölfar bankahrunsins ákvað Una Ósk Kristinsdóttir að flytja til lands þar sem alltaf væri sumar og sól. Hún nýtur lífsins ásamt þremur dætrum sínum í Ástralíu.
Ólöf Daðey Pétursdóttir býr í hippabæ í San Diego, hún segist geta verið andlega fjarverandi þegar kemur að útliti í skemmtilegu viðtali við Víkurfréttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Auk þess:

Sagan af matarstaurnum er skemmtileg frásögn um hjónin Þorstein Bjarnason, fyrrum markvörð Keflavíkur, og Kristjönu Héðinsdóttur sem búa í Hafnarfirði og hafa deilt matargleði með nágrönnum sínum á veirutímum.

Sigvaldi Arnar Lárusson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, hefur áhyggjur af auknu heimilisofbeldi. Sigvaldi fór á rúntinn með Páli Ketilssyni og þá er einnig hægt að horfa og hlusta á viðtalið.

Stutt ferðalag milli bæjarhluta tók sjö ár. Suðurgata 19 sem var byggt árið 1918 í Keflavík er komið með nýtt heimilisfang í Höfnum. 

Fjölmargir Suðurnesjamenn svara spurningum blaðsins í netspjalli Víkurfrétta og hafa þeir frá mörgu áhugaverðu að segja.

... og margt, margt fleira!

Allt blaðið má lesa með því að smella á það hér að neðan. 

Neðst í hægra horni má opna blaðið í fullan skjá og þeir lesendur sem kjósa að hlaða niður pdf-skrá með blaðinu gera það með því að smella á píluna efst í vinstra horni gluggans. Í þeirri útgáfu er hins vegar ekki hægt að horfa á myndskeið.