Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

80 ára og eldri fá boð í Covid-bólusetningu í þessari viku
Jón Ísleifsson, íbúi á Hrafnistu á Nesvöllum, hefur fengið bólusetningu við Covid-19.
Mánudagur 22. febrúar 2021 kl. 18:28

80 ára og eldri fá boð í Covid-bólusetningu í þessari viku

Allir Suðurnesjabúar 80 ára og eldri munu fá boð í Covid-bólusetningu í þessari viku frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Einnig verður hringt í viðkomandi. HSS biður aðstandendur fólks í þessum aldurshópi um að vera þeim innan handar og vera vakandi fyrir boðum sem send eru í síma.

Þá er einnig í boði, fyrir þau sem þess þurfa, að hafa samband við HSS og láta skrá sig sem aðstandanda. Bæði má hringja í síma 422-0500 á dagvinnutíma, senda póst á [email protected] eða senda skilaboð á heilsugæslu í gegnum Heilsuveru. Munið að láta kennitölur beggja aðila fylgja með í skilaboðum og tölvupósti, segir í tilkynningu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024