80 ár frá því fluglínutæki voru notuð í fyrsta sinn
Í dag eru liðin 80 ár frá tímamótaviðburði í íslenskri björgunarsögu en Björgunarsveitin Þorbjörn bjargaði 38 skipsbrotsmönnum af franska síðutogaranum Cap Fagnet þegar hann strandaði á Hraunsfjörum austan Grindavík 24. mars 1931. Við björgunina var í fyrsta skipti notast við fluglínutæki við björgun en síðan þá hefur björgunarsveitin Þorbjörn bjargað 205 mannslífum úr sjávarháska með þessum hætti. Í tilefni dagsins verður fluglínuæfing í dag kl. 19:00 og er mæting í slysavarnafélagshúsinu að Seljabót 10 kl. 18:30.