8 ára fann hassmola
8 ára drengur sem var við leik á Íshússstíg í Reykjanesbæ í gær fann þar hassmola og kom með heim til sín. Drengurinn vissi að sjálfsögðu ekki um hvað var að ræða, en grunsemdir vöknuðu hjá foreldrum hans sem gerðu lögreglu viðvart. Grunur þeirra reyndist á rökum reistur þar sem þetta var rúmlega fjögurra gramma þungur hassmoli vafinn í umbúðaplast.
Foreldrar drengsins, sem vildu ekki láta nafns síns getið, sögðu í samtali við Víkurfréttir að drenginum hefði skiljanlega brugðið er í ljós kom að um eiturlyf var að ræða.
Mynd: Hassmoli. Tengist fréttinni ekki.