Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

781 eign Íbúðalánasjóðs á Suðurnesjum
Húsnæði í Reykjanesbæ.
Fimmtudagur 22. janúar 2015 kl. 10:06

781 eign Íbúðalánasjóðs á Suðurnesjum

- eða 41% íbúða sjóðsins.

Ríflega 41% íbúðanna eru á Suðurnesjum, eða 781 íbúð og eru þær flestar þar. Íbúðalánasjóður átti samtals 1.894 íbúðir um áramótin að því er fram kemur í svari Eyglóar Harðardóttur húsnæðismálaráðherra við fyrirspurn Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingmanns Vinstri grænna. Greint er frá þessu í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. 

Eins og áður hefur komið fram í Víkurfréttum ákvað Íbúðalánasjóður að setja 400 íbúðir úr eignasafni sjóðsins í sérstakt söluferli. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024