765 makríltonn­um landað í Keflavík

Mak­rílafli smá­báta­veiðimanna er nú kom­inn yfir þúsund tonn og hef­ur mestu verið landað í Kefla­vík, eða alls 765 tonn­um miðað við lönd­un­ar­töl­ur á föstudag. Frá þessu er greint í 200 mílum mbl.is.
 
Veiðisvæðin eru þau sömu og verið hafa und­an­far­in ár, að því er fram kem­ur á vef Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda, eða við Reykja­nes, Snæ­fells­nes og í Stein­gríms­firði.
 
Mak­ríll­inn er brell­inn að sögn sjómanna. Stund­um sé mik­il veiði þar sem bát­arn­ir séu fyllt­ir á ör­skömm­um tíma, en þess á milli verði menn ekki var­ir klukku­tím­um sam­an.