750 ungmenni ráðin til sumarstarfa hjá Reykjanesbæ
Rúmlega sjö hundruð ungmenni munu hefja sumarstörf hjá Reykjanesbæ í þessari og næstu viku.
Vinnuskólinn hefur starfsemi sína um miðja næstu viku og þar hafa 500 ungmenni sótt um störf sem er svipaður fjöldi og í fyrra.
Bæjarfélagið ákvað að bjóða ungu skólafólki á aldrinum 17-20 ára starf við ýmis verkefni í sumar og fengu allir vinnu sem sóttu um eða 200 manns.
Þessu til viðbótar hafa verið ráðnir flokksstjórar við Vinnuskólann og sumarátak auk þess sem nokkrar stofnanir bæjarins ráða til sín fólk í sumarafleysingar.