750 nýir félagsmenn í KSK
Félagsmönnum Kaupfélags Suðurnesja (KSK) hefur fjölgað um 750 manns á árinu 2013.
Kaupfélag Suðurnesja gerði í haust samstarfssamning við Ungmennafélag Njarðvíkur og Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag. Knattspyrnufélagið Víðir í Garði bættist síðar í hópinn. Samstarfssamningurinn miðaði að því að íþróttafélögin afli félagsmanna í KSK. KSK greiddi síðan félögunum styrk fyrir hvern nýjan félaga.
Með félagsaðild sinni að KSK eru félagsmenn í samvinnufélagi jafnframt eigendur og njóta afsláttarkjara og sértilboða í verslunum Kaupfélags Suðurnesja. KSK er stærsti eignaraðili Samkaupa hf sem rekur Nettó, Kaskó, Samkaup Úrval og Samkaup Strax. Samkaup hf rekur 48 verslanir víðsvegar um landið og er með höfuðstöðvar í Reykjanesbæ.
Myndin er tekin í tilefni af uppgjöri á samstarfsverkefni félaganna um félagaöflun í KSK. Alls hafa um 750 manns gengið í Kaupfélag Suðurnesja á árinu 2013.