75% Suðurnesjamanna með síma í bílnum
Samkvæmt umferðarkönnun lögreglunnar í Keflavík reyndust um 75% aðspurðra vera með síma í bílnum hjá sér. Í samskonar könnun sem gerð var fyrir ári síðan voru rétt um 60% með síma í bílnum.Lögreglan metur það jákvæð tíðindi að símtækjum í bílum sé að fjölga, enda öryggistæki. Hins vegar er bent á að ólöglegt fyrir ökumenn að tala í síma, nema að nota handfrjálsan búnað.