Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

74 kærðir fyrir hraðakstur í vikunni
Föstudagur 14. nóvember 2003 kl. 13:59

74 kærðir fyrir hraðakstur í vikunni

Síðastliðna viku hafa 74 verðir kærðir fyrir hraðakstur og 39 fyrir að nota ekki bílbelti, en lögreglan í Keflavík hefur verðið með sérstakt átak í bílbeltamálum. Í dagbók lögreglunnar kemur fram haldið verði áfram að fylgjast með bílbeltanotkun þar til fólk fari að nota bílbelti eins og lög geri ráð fyrir.  Lögreglan í Keflavík hefur sl. vikur verið með lögreglubifreið frá ríkislögreglustjóra sem notuð er við umferðareftirlit. Í bifreiðinni er sérstök myndbandsupptökuvél sem notuð er til að ná hraðakstri og öðrum umferðarlagabrotum á myndband. Nóg er að einn lögreglumaður sé í bifreiðinni við umferðareftirlit.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024