Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

72 sjóðheitar síður komnar í loftið
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
miðvikudaginn 27. maí 2020 kl. 18:32

72 sjóðheitar síður komnar í loftið

Tíunda rafræna tölublað Víkurfrétta

Víkurfréttir koma víða við í þessu 22. tölublaði ársins, því tíunda í rafrænni útgáfu, og af nógu er að taka því efnið er fjölbreytt:

Við tökum hús á Ásdísi Ármannsdóttur, sýslumanni á Suðurnesum, sem segir okkur frá starfsemi Sýslumannsins síðustu tvo mánuði.

Sigurður Jónsson er flugumferðarstjóri í Kanada, honum þykir erfiðast að sætta sig við að geta ekki kíkt í kvöldmat til mömmu og pabba þegar honum dettur í hug.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Framkvæmdastjóri Hljómahallar, Tómas Young, deilir með okkur sínum fimm uppáhaldsplötum.

Við heimsækjum Lighthouse Inn á Garðskaga en það fær toppeinkunn á heimsvísu. Hótelstjórinn Gísli Heiðarsson talar um þrjú fyrstu árin og framtíðarplönin.

Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, ræðir um það áfall sem atvinnulífið á Suðurnesjum varð fyrir í kjölfar faraldursins af völdum kórónuveirunnar sem hún sjálf veiktist af.

Njarðvíkingurinn Hinrik Hafsteinsson, sem er í skiptinámi í Tübingen í Þýskalandi, segir frá sinni upplifun af COVID-19 og hverju það hafi breytt í hans daglega amstri.

Glöggir vegfarendur ættu að hafa tekið eftir stóru vegglistaverki sem prýðir nú húsgafl við Greniteig í Keflavík. Húsráðandinn Jósep Reyen og listamaðurinn JuanPictures segja frá tilurð listaverksins.

Við kíkjum á skemmtilegt samstarf HS Veitna og Heiðarskóla en ungir nemendur hafa tekið í fyrsta sinn valáfangann Orka og tækni.

Umfjöllun um íþróttir er á sínum stað; Ljónatemjararnir Friðrik Ingi Rúnarsson og Halldór Karlsson munu aðstoða Einar Árna Jóhannsson með Njarðvíkurliðið komandi tímabili, Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, kylfingur úr Golfklúbbi Suðurnesja, lauk leik jafn í þriðja sæti í fyrsta stigamóti GSÍ sem fram fór um síðustu helgi, þá skoðum við hve hátt framlag ríkisins var til íþróttafélaga á Suðurnesjum vegna áhrifa COVID-19.

Við höldum áfram að taka Suðurnesjamenn í vikulegt netspjall Víkurfrétta og spyrjum þá léttra spurninga sem eiga við á þessum skrítnu tímum sem hafa verið í gangi undanfarið.