70 útköll á tíu dögum
Samtals bárust 70 útköll til Brunavarna Suðurnesja á fyrstu 10 dögum ársins. Þetta eru bæði útköll vegna sjúkraflutninga og vegna aðstoðar slökkviliðs.
Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra Brunavarna Suðurnesja, þá hefur verið óvenju mikið um útköll vegna vatnsleka það sem af er ári. Í einu tilviki sprakk stofnæð í vöruhúsi á Ásbrú en einnig hafa lagnir farið að leka í heimahúsum.
Jón segir að útköllin hafi dreifst jafnt yfir og þrátt fyrir það þau séu um 70 talsins, þá hafi aldrei skapast erill.