70 milljóna kostnaðaraukning hjá Reykjanesbæ
Nýsamþykktar launahækkanir sveitarfélaganna fela í sér talsverða kostnaðaraukningu fyrir þau. Í Reykjanesbæ er um að ræða viðbótarkostnað upp á 70 milljónir króna. Hafa öll sveitarfélögin á Suðurnesjum samþykkt þessar hækkanir til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Í Vogum mun þessi hækkun nema 10-12 milljónum króna, 5-6 milljónum í Garði og 10 milljónum í Grindavík. Í fjölmiðlum hefur verið haft eftir Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, formanni Sambands sveitarfélaga, að þessar hækkanir myndu reyna mjög á þolmörk í rekstri sveitarfélaga í landinu, svo háar væru þær. Þeir sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum, sem VF ræddi við vildu lítið gefa út á þetta. Launahækkanir þessar kosta sveitarfélögin í landinu alls 3,6 milljarða og kunna að vera íþyngjandi fyrir þau minnstu, samkvæmt því sem sveitarstjórnarmenn segja.
Í Vogum mun þessi hækkun nema 10-12 milljónum króna, 5-6 milljónum í Garði og 10 milljónum í Grindavík. Í fjölmiðlum hefur verið haft eftir Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, formanni Sambands sveitarfélaga, að þessar hækkanir myndu reyna mjög á þolmörk í rekstri sveitarfélaga í landinu, svo háar væru þær. Þeir sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum, sem VF ræddi við vildu lítið gefa út á þetta. Launahækkanir þessar kosta sveitarfélögin í landinu alls 3,6 milljarða og kunna að vera íþyngjandi fyrir þau minnstu, samkvæmt því sem sveitarstjórnarmenn segja.