70% hlynntir sameiningu Sandgerðis og Garðs

Nærri sjö af hverjum tíu eru hlynntir sameiningu Garðs og Sandgerðis í vefkönnun Víkurfrétta en um 1300  manns höfðu tekið þátt í könnuninni á vf.is í morgun, föstudag.

68% höfðu þá sagt já við sameiningu sveitarfélaganna, 21% höfðu sagt nei en 12% sögðust ekki hafa skoðun á málinu.

Eins og fram hefur komið verður kosið um sameiningu sveitarfélaganna á morgun laugardag í báðum sveitarfélögum. Bein útsending verður á Facebook síðu VF þar sem greint verður frá úrslitum kjörsins á laugardagskvöld kl. 23.